Skemmtilegar leiðsöguferðir með innfæddum Eyjapeyja sem setur þig beina leið í réttan gír.
Vaxmyndasafn um fyrstu fjölskylduna sem hóf landnám í Vestmannaeyjum í kringum árið 900.Upplifðu Vestmannaeyjar eins og heimamaður. Á spíttbáti. Besta sjónarhornið á Vestmannaeyjar er nefnilega frá sjónum og úr bát sem fer sjúklega hratt. Án gríns. En það eru líka annarskonar bátsferðir í boði – heppilegar fyrir þá sem vilja ekki fara sjúklega hratt.
Víkingabær frá fyrstu fjölskyldunni sem hóf landnám í Vestmannaeyjum í kringum árið 900.
Það er algjör skylda að fara í bátsferð í Vestmannaeyjum. Boat tours in Vestmannaeyjar er með allskonar báta og ferðir í boði og geta uppfyllt allar þínar villtustu bátaþarfir.
Brunaðu um eldsvæði Vestmannaeyja með vindinn í hárinu (undir hjálminum), Born to be Wild á lúppu í kollinum og sérfróðan leiðsögumann í eyrunum.
Það er auðvelt, umhverfisvænt og handhægt að fljóta um á rafhlaupahjóli frá eHopp í Vestmannaeyjum. Þú finnur þér hjól, aflæsir því með appinu… og sko þig! Þú getur hoppað, skoppað og sprangað um Eyjar á skútunni á öruggan og þægilegan máta.
Ferð með Hop-On Hop-Off í Vestmannaeyjum býður upp á að heimsækja alla vinsælustu ferðamannastaði á Heimaey. Ferðin gefur möguleika á að hoppa um borð og af bílnum eins oft og þú vilt, sem veitir þér frelsi til að aðlaga ferðaáætlunina eftir þínu höfði.
Eyjascooter er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki staðsett í hjarta miðbæjarinns.Komið með okkur og njótið Vestmannaeyja á vistvænan hátt, þú færð náttúru eyjanna beint í
æð, krúsar um á rafmagnshlaupahjóli og nýtur þín.
Frábært safn sem spannar báta- og útgerðarsögu Íslands. Þórður Rafn (Rabbi) hefur safnað sjóminjum í rúm 40 ár og nú hefur hann opnað fyrir almenning aðgang að safninu. Í
aldanna rás var afkoma þjóðarinnar háð sjómennsku og hugrökkum sjómönnum og getur fólk nú farið í gegnum safnið og skoðað hvernig tól og tæki voru notuð áður á sjó og í útgerð. Að auki eru fjöldinn allur af bátalíkönum á safninu.
Það er alveg fáránlegt að koma til Vestmannaeyja og heimsækja ekki mjaldrana sem við fylgdumst öll með koma til landsins. Kommon.
Öllum spurningum þínum um Vestmannaeyjar er svarað hér. Tyrkjaránið, gosið, sjómennskan og hvað varð um gítarinn minn sem ég týndi á Þjóðhátíð árið 1994?
Öllu sem þú gætir viljað vita um Heimaeyjargosið (og mögulega líka einhverju sem þú vilt ekki vita) hefur verið komið haganlega fyrir á gosminjasýningunni í Eldheimum. Allir Íslendingar ættu að koma þangað að minnsta kosti einu sinni.
Leikur herramanna og hefðarkvenna. Líka frábær leið til að eiga smá móment í fallegri náttúrunni. „Móment“ er t.d. að þræta um reglurnar við bestu vini þína.
Að skreppa í sund er ein íslenskasta hefðin, jafnvel íslenskari en að tala um veðrið. Sinntu skyldu þinni gagnvart landi og þjóð og dembdu þér í sund.