Sunnan við Urðavita er Páskahraun og síðan tekur við Stakkabótin og Kópavík. Flugvöllurinn liggur ofan við Stakkabótina en frá þessu svæði er hvergi hægt að komast niður í fjöru. Sæfell og Kervíkurfjall umlykja Stakkabótina og er mikil lundabyggð í austurhlíðum Sæfells.

Í Stakkabótinni er gjarna mikið af lunda og svartfugli á sjónum sem gaman er að fylgjast með. Gönguleið liggur neðan við flugbrautina, upp Sæfjallið og niður á Kervíkurfjall. Hægt er að fara þaðan út á Litlahöfða sem gengur út til vesturs og myndar fallega litla vík móts við hamra Kervíkurfjalls.

Heimamenn koma oft við í Kópavíkinni á tuðrum sínum. Neðasjávarhraunkantur myndar einskonar rif utan við víkina, sem gerir hana einkar skemmtilega að heimsækja á bát.