Víkin er sendin og skjólsæl fjara sem er vinsæll útivistarstaður hjá heimamönnum. Hana er að finna vestan við flána sem tengir Stórhöfða við Heimaey. Fjaran er með svörtum hraunsandi og neðan við hana er fallegur og mikill þaraskógur.

Norðan við Víkina er Klaufin, þar sem hraunið nær fram til sjávar og skoða má fallega sjávarpolla og bergmyndanir.