Sunnan við Viðlagafjöru er Urðaviti, sem áður fyrr stóð á Urðunum á austurströnd Heimaeyjar. Í gosinu árið 1973 fór vitinn undir hraun en var endurreistur á nýja hrauninu. Í tvígang hefur brotnað undan honum en vitinn sem nú stendur var byggður árið 1986. Rof við strandlengjuna er talsvert og því er vitinn nú svo úr garði gerður að hægt er að færa hann innar, eftir því sem strandlengjan rofnar frekar.