Norðurhluti Heimaeyjar samanstendur af  sex klettum: Heimakletti, Klifinu og Blátindi – sem eru jafnan álitnir fegurstu útsýninsstaðir eyjunnar – auk Miðkletts, Ystakletts og Dalfjalls. Saman eru klettarnir sex kallaðir Norðurklettarnir og þeir eru elsti hluti Heimaeyjar í jarðsögulegu tilliti, eða um 40 þúsund ára. Á strandlínunni sem snýr til norðurs eru að megninu til þverhníptir hamrar með tilheyrandi fuglabjörgum og lundavarpi efst í grasi vöxnum hlíðunum.

Á nokkrum stöðum er þó hægt að ganga niður að sjávarmáli og vaða sendnar fjörur eða jafnvel stinga sér til sunds fyrir þá sem þola kulda vel. Í Stafsnesi, í norðvesturhluta Heimaeyjar, er að finna slíka fjöru. Fjaran er sendin og varin klettum úr nær öllum áttum.

Fjöruna má ýmist nálgast frá sjó eða gangandi úr Herjólfsdal. Brattar hlíðar Dalfjallsins gera það að verkum að fremur fáir leggja leið sína í Stafsnes en þeir sem á sem þangað rata gleyma því seint, enda um einn af gimsteinum Heimaeyjar að ræða.