GOTT


Gott

Fjölskylduveitingahús á besta stað. Eigendurnir eru fyrrverandi landsliðskokkur og metsöluhöfundur matreiðslubóka.

Bárustíg 11
Sími: +354 481 3060

Slippurinn

 

Slippurinn

Ef þú vilt upplifa Vestmannaeyjar með munninum þá er Slippurinn þinn heppilegasti (og snyrtilegasti) kostur. Staðurinn er staðsettur í elsta steinsteypta húsi bæjarins og notar hráefni úr nærumhverfinu.

Strandvegur 76
Sími: +354 481 1515

Einsi Kaldi

 

Einsi Kaldi

Láttu sjálfan Einsa Kalda matreiða ofan í þig spriklandi ferskan fisk beint úr lestinni á einhverjum dalli í höfninni. Einsi er líka í því að elda bjarg- og sjófugl og notast við jurtir úr náttúru Eyjanna við matreiðsluna. Þetta verður ekki meira ekta.

Vestmannabraut 28
Sími: +354 481 1415

Pítsugerðin


Pítsugerðin

Pítsa og bjór er blanda sem hefur aldrei í sögu mannskyns klikkað. Það að pítsan sé eldbökuð og bjórinn ískaldur er bara betra.

Bárustíg 1
Sími: +354 551 0055

Brothers Brewery

 

The Brothers Brewery

Auðvitað er brugghús í Vestmannaeyjum. Hvort sem þú hefur áhuga á bjórdrykkju eða drykkju almennt þá hittir brugghús í mark.

Vesturvegur 5
Sími: +354 659 7500

Canton

 

Canton

Heiðarlegur asískur veitingastaður þar sem við fáum skammtinn okkar af djúpsteiktum rækjum og súrsætri sósu.

Strandvegi 49
Sími: +354 481 1930

Kráin

 

Kráin

Alvöru hamborgarar, lokur og pítur en líka, og þetta er geggjað, Hlöllabátar. Það er hægt að leyfa sér á Kránni.

Bárustíg 1
Sími: +354 481 3939

Pizza 67

 

Pizza 67

Saknarðu ekki Pizza 67? Nú, skelltu þér þá á Pizza 67. Í Vestmannaeyjum.

Heiðarvegur 5
Sími: +354 481 1567

Tanginn

 

Tanginn

Nærðu þig á líkama á sál við höfnina. Útsýnið er geggjað og maturinn líka. Það er hægt að sitja úti og fá lífið í höfninni beint í æð.

Básaskersbryggju 8
Sími: +354 414 4420

Vigtin bakhús

Vigtin bakhús

Dýrðarinnar bakkelsi afgreitt í gömlu vigtarhúsi. Húsið sjálft er eins og sykursæt kolvetnisbomba fyrir augun þannig að allir sem eru á ketó-mataræðinu þurfa að passa sig aðeins.

Strandvegur 30
Sími: +354 481 1104

Tvisturinn

Tvisturinn

Tvisturinn hefur afgreitt Eyjamenn með pulsu með öllu og blandi fyrir afganginn síðan 1988. Svo er ís og allskonar góðgæti í boði. Þetta er svona ekta íslensk sjoppa eins og við elskum öll.

Faxastígur 36
Sími: +354 481 3141

ÉTA

Éta

Viltu detta í eitthvað vel djúllað gúmmelaði alveg löðrandi í einhverju djúsí? Þá er eina rétta lausnin að skella sér á Éta til að fá sér eitthvað að éta. Við erum að tala um heiðarlegan hágæða skyndibita sem er alveg einstaklega góður daginn eftir heimsókn í brugghúsið til dæmis.

Strandvegur 79
Sími: +354 481 1520