Skansinn

Skansinn er fjölsóttur og vinsæll meðal Vestmannaeyinga allan ársins hring og ekki að ástæðulausu, því þar útsýni einstakt og sagan alltumlykjandi. Upprunalega var Skansinn byggður í þeim tilgangi að verja dönsku konungsverslunina ágangi enskra útgerðar- og kaupmanna. Það var árið 1586.


Þegar 17. öld gekk í garð hafði sjósókn Englendinga minnkað en Vestmannaeyingar þurftu þrátt fyrir það enn á vörnum að halda. Eftir Tyrkjaránið 1627, þegar sjóræningjar námu 242 Vestmannaeyinga á brott, var dönskum herþjálfa falið að hafa umsjón með landvörnum þaðan.


Árið 1639 tók Jón Ólafsson Indíafari við stöðu byssuskyttu við Skansinn. Eftirmaður hans og síðasta byssuskytta Skansins var svo Gunnar Ólafsson. Herfylking Vestmannaeyja var stofnsett um miðja 19. öld af sýslumanninum Andreas August von Kohl og fóru heræfingar fram á Skansinum.


Vígbúnaður var aftur lagður niður 1870–1880 en Skansinn var lengi aðalflagg- og merkjastöð sjómanna og þaðan fylgst með ferðum skipa. Í síðari heimsstyrjöldinni var Skansinn bækistöð breska herliðsins í Eyjum.


Ásýnd Skansins breyttist mikið eftir eldgosið árið 1973 en þá bættust rúmir tveir ferkílómetrar af hrauni við eyjuna. Hringskersgarðurinn sem áður var úti í miðjum sjó er nú inni í innsiglingunni. Með hraunkælingu var komist hjá því að að hraunið færi yfir garðinn, hraunið staðnæmdist við hann og myndaði það svæði sem í dag kallast Skansinn. Þar er nú Stafkirkjan, heilbrigiðisminjasafnið Landlyst og fallbyssuvirki.

SEARCH

Recent Posts

Klettsvík
22 Feb, 2021
Austan við Heimaklett er Klettsvík. Hægt er að ganga niður í víkina með því að fara upp Heimaklett, ganga eggjarnar í Miðkletti og fara því næst niður sandskriðurnar í Ystakletti.
Stakkabót og Kópavík
22 Feb, 2021
Sunnan við Urðavita er Páskahraun og síðan tekur við Stakkabótin og Kópavík. Flugvöllurinn liggur ofan við Stakkabótina en frá þessu svæði er hvergi hægt að komast niður í fjöru. Sæfell og Kervíkurfjall umlykja Stakkabótina og er mikil lundabyggð í austurhlíðum Sæfells.
Urðaviti
22 Feb, 2021
Sunnan við Viðlagafjöru er Urðaviti, sem áður fyrr stóð á Urðunum á austurströnd Heimaeyjar. Í gosinu árið 1973 fór vitinn undir hraun en var endurreistur á nýja hrauninu. Í tvígang hefur brotnað undan honum en vitinn sem nú stendur var byggður árið 1986. Rof við strandlengjuna er talsvert og því er vitinn nú svo úr garði gerður að hægt er að færa hann innar, eftir því sem strandlengjan rofnar frekar.
Norðurklettarnir
22 Feb, 2021
Norðurhluti Heimaeyjar samanstendur af sex klettum: Heimakletti, Klifinu og Blátindi – sem eru jafnan álitnir fegurstu útsýninsstaðir eyjunnar – auk Miðkletts, Ystakletts og Dalfjalls. Saman eru klettarnir sex kallaðir Norðurklettarnir og þeir eru elsti hluti Heimaeyjar í jarðsögulegu tilliti, eða um 40 þúsund ára. Á strandlínunni sem snýr til norðurs eru að megninu til þverhníptir hamrar með tilheyrandi fuglabjörgum og lundavarpi efst í grasi vöxnum hlíðunum.
Víkin og Klaufin
22 Feb, 2021
Víkin er sendin og skjólsæl fjara sem er vinsæll útivistarstaður hjá heimamönnum. Hana er að finna vestan við flána sem tengir Stórhöfða við Heimaey. Fjaran er með svörtum hraunsandi og neðan við hana er fallegur og mikill þaraskógur.
Klettsvík
22 Feb, 2021
Austan við Heimaklett er Klettsvík. Hægt er að ganga niður í víkina með því að fara upp Heimaklett, ganga eggjarnar í Miðkletti og fara því næst niður sandskriðurnar í Ystakletti.
Stakkabót og Kópavík
22 Feb, 2021
Sunnan við Urðavita er Páskahraun og síðan tekur við Stakkabótin og Kópavík. Flugvöllurinn liggur ofan við Stakkabótina en frá þessu svæði er hvergi hægt að komast niður í fjöru. Sæfell og Kervíkurfjall umlykja Stakkabótina og er mikil lundabyggð í austurhlíðum Sæfells.
Urðaviti
22 Feb, 2021
Sunnan við Viðlagafjöru er Urðaviti, sem áður fyrr stóð á Urðunum á austurströnd Heimaeyjar. Í gosinu árið 1973 fór vitinn undir hraun en var endurreistur á nýja hrauninu. Í tvígang hefur brotnað undan honum en vitinn sem nú stendur var byggður árið 1986. Rof við strandlengjuna er talsvert og því er vitinn nú svo úr garði gerður að hægt er að færa hann innar, eftir því sem strandlengjan rofnar frekar.
Share by: