Nánar á Eyjatours.com

 

Eyja Tours

Skemmtilegar leiðsöguferðir með innfæddum Eyjapeyja sem setur þig beina leið í réttan gír. Viltu selfie með lunda? Já, ekkert mál, Lundahvíslarinn græjar það. Sennilega eina leiðsögufyrirtækið í heiminum sem býður upp á álíka nálægð við lunda.

Nánar á Eyjatours.com.

Básaskersbryggja
Sími: +354 852 6939

Nánar á Ribsafari.is

 

Rib Safari

Upplifðu Vestmannaeyjar eins og heimamaður. Á spíttbáti. Besta sjónarhornið á Vestmannaeyjar er nefnilega frá sjónum og úr bát sem fer sjúklega hratt. Án gríns. En það eru líka annarskonar bátsferðir í boði – heppilegar fyrir þá sem vilja ekki fara sjúklega hratt. Nánar á Ribsafari.is.

Básaskersbryggja 6
Sími: +354 661 1810

Nánar á Vikingferdir.is

 

Víking ferðir

Ótal tegundir af ferðum fyrir hópa. Kryfðu eyjarnar gjörsamlega til mergjar: sagn-, menningar- og mannfræðilega. Eða kíktu bara aðeins á náttúruna og svo beint á barinn. Nánar á Vikingferdir.is.

Heiðarvegi 59

Sími: +354 896 3640

Nánar á Islandboattours.is


Boat tours in Vestmannaeyjar

Það er algjör skylda að fara í bátsferð í Vestmannaeyjum. Boat tours in Vestmannaeyjar er með allskonar báta og ferðir í boði og geta uppfyllt allar þínar villtustu bátaþarfir. Nánar á Islandboattours.is.

Básaskersbryggja
Sími: +354 661 1810

Nánar á Kayakandpuffins.is


Kayak & Puffins

Það er ekki vitlaust að róa sig niður í kajak og dýfa hausnum, bókstaflega, í fegurð Eyjanna. Sjáðu lunda á klettanöf með fullan gogg af sílum og hlustaðu á sjóinn slá hægan takt á bátshliðinni. Sannkallað zen. Nánar á Kayakandpuffins.is.

Ægisgata
Sími: +354 861 3090

Nánar á Volcanoatv.is


Volcano ATV

Brunaðu um eldsvæði Vestmannaeyja með vindinn í hárinu (undir hjálminum), Born to be Wild á lúppu í kollinum og sérfróðan leiðsögumann í eyrunum. Nánar á Volcanoatv.is.

Strandvegur 107
Sími: +354 830 0500

Nánar á Bookingwestmanislands.is

 

Reiðhjólaleiga

Leigðu hjól, hjólaðu um á því. Þetta er ekki flókið. Viltu hjóla upp á 120 metra háan höfða eða bara taka túr um bæinn? Leigðu þér hjól og þú ert þinn eigin fararstjóri. Nánar á Bookingwestmanislands.is.

Sími: +354 626 3340

Nánar á Bookingwestmanislands.is

 

Lava walk

Ferðastu aftur í Sjöuna og upplifðu Heimaeyjargosið í gegnum augu heimamanna. Nánar á Bookingwestmanislands.is.

Sími: +354 626 3340

Nánar á Saca.is

 

Seabirds and Cliff

Skoðaðu dýralíf Vestmannaeyja í nálægð sem lofthræddir myndu kannski lýsa sem „óþægilegri.“ Við erum að tala um sig og klifur – en líka bátsferðir og margt fleira. Nánar á Saca.is.

Illugagata 61
Sími: +354 893 2150

Nánar á Belugasanctuary.sealifetrust.org


SEA LIFE TRUST Beluga Whale Sanctuary

Það er alveg fáránlegt að koma til Vestmannaeyja og heimsækja ekki mjaldrana sem við fylgdumst öll með koma til landsins. Kommon. Nánar á Belugasanctuary.sealifetrust.org.

Ægisgata 2

Nánar á Eldheimar.is

 

Eldheimar

Öllu sem þú gætir viljað vita um Heimaeyjargosið (og mögulega líka einhverju sem þú vilt ekki vita) hefur verið komið haganlega fyrir á gosminjasýningunni í Eldheimum. Allir Íslendingar ættu að koma þangað að minnsta kosti einu sinni. Nánar á Eldheimar.is.

Suðurvegur / Gerðisbraut 10
Sími: +354 488 2700

Nánar á Sagnheimar.is

 


Sagnheimar byggðasafn

Öllum spurningum þínum um Vestmannaeyjar er svarað hér. Tyrkjaránið, gosið, sjómennskan og hvað varð um gítarinn minn sem ég týndi á Þjóðhátíð árið 1994? Nánar á Sagnheimar.is.

Safnahúsi Vestmannaeyja v/ Ráðhúströð
Sími: +354 488 2050

Nánar á Gvgolf.is


Golf

Leikur herramanna og hefðarkvenna. Líka frábær leið til að eiga smá móment í fallegri náttúrunni. „Móment“ er t.d. að þræta um reglurnar við bestu vini þína. Nánar á gvgolf.is.

Sími: +354 481 2363

Nánar á Facebook

 

Sundlaug Vestmannaeyja

Að skreppa í sund er ein íslenskasta hefðin, jafnvel íslenskari en að tala um veðrið. Sinntu skyldu þinni gagnvart landi og þjóð og dembdu þér í sund. Nánar á Facebook.

V/ Brimhólalaut
Sími: +354 488 2400