Eyja Tours

Sérsmíðaðar leiðsöguferðir með fjörugum Eyjapeyjum sem setja þig beina leið í réttan gír. Viltu selfie með lunda? Já, ekkert mál, Lundahvíslarinn græjar það. Sennilega eina leiðsögufyrirtækið í heiminum sem býður upp á álíka nálægð við lunda.

Básaskersbryggja
Sími: +354 852 6939


Rib Safari

Upplifðu Vestmannaeyjar eins og heimamaður. Á spíttbáti. Besta sjónarhornið á Vestmannaeyjar er nefnilega frá sjónum og úr bát sem fer sjúklega hratt. Án gríns. En það eru líka annarskonar bátsferðir í boði – heppilegar fyrir þá sem vilja ekki fara sjúklega hratt.

Básaskersbryggja 6
Sími +354 661 1810

Víkingferðir


Víking ferðir

Ótal tegundir af ferðum fyrir hópa. Kryfðu eyjarnar gjörsamlega til mergjar: sagn-, menningar- og mannfræðilega. Eða kíktu bara aðeins á náttúruna og svo beint á barinn.

Heiðarvegi 59
Sími: +354 896 3640

Island Boat Tours


Boat tours in Vestmannaeyjar

Það er algjör skylda að fara í bátsferð í Vestmannaeyjum. Boat tours in Vestmannaeyjar er með allskonar báta og ferðir í boði og geta uppfyllt allar þínar villtustu bátaþarfir.

Básaskersbryggja
Sími: +354 661 1810

Kayak & Puffins


Kayak & Puffins

Það er ekki vitlaust að róa sig niður í kajak og dýfa hausnum, bókstaflega, í fegurð Eyjanna. Sjáðu lunda á klettanöf með fullan gogg af sílum og hlustaðu á sjóinn slá hægan takt á bátshliðinni. Sannkallað zen.

Ægisgata
Sími: +354 861 3090

Volcano ATV


Volcano ATV

Brunaðu um eldsvæði Vestmannaeyja með vindinn í hárinu (undir hjálminum), Born to be Wild á lúppu í kollinum og sérfróðan leiðsögumann í eyrunum.

Strandvegur 107
Sími +354 830 0500

Reiðhjólaleiga

 

Reiðhjólaleiga

Leigðu hjól, hjólaðu um á því. Þetta er ekki flókið. Viltu hjóla upp á 120 metra háan höfða eða bara taka túr um bæinn? Leigðu þér hjól og þú ert þinn eigin fararstjóri.

Sími: +354 626 3340

Lava walk

 

Lava walk

Ferðastu aftur í Sjöuna og upplifðu Heimaeyjargosið í gegnum augu heimamanna.

Sími: +354 626 3340

Seabirds and Cliff

 

Seabirds and Cliff

Skoðaðu dýralíf Vestmannaeyja í nálægð sem lofthræddir myndu kannski lýsa sem „óþægilegri.“ Við erum að tala um sig og klifur – en líka bátsferðir og margt fleira.

Illugagata 61
Sími: +354 893 2150

Beluga Whale Sanctuary


SEA LIFE TRUST Beluga Whale Sanctuary

Það er alveg fáránlegt að koma til Vestmannaeyja og heimsækja ekki mjaldrana sem við fylgdumst öll með koma til landsins. Kommon.

Ægisgata 2

 

Eldheimar

Öllu sem þú gætir viljað vita um Heimaeyjargosið (og mögulega líka einhverju sem þú vilt ekki vita) hefur verið komið haganlega fyrir á gosminjasýningunni í Eldheimum. Allir Íslendingar ættu að koma þangað að minnsta kosti einu sinni.

Suðurvegur / Gerðisbraut 10
Sími +354 488 2700

Sagnheimar

 


Sagnheimar byggðasafn

Öllum spurningum þínum um Vestmannaeyjar er svarað hér. Tyrkjaránið, gosið, sjómennskan og hvað varð um gítarinn minn sem ég týndi á Þjóðhátíð árið 1994?

Safnahúsi Vestmannaeyja v/ Ráðhúströð
Sími: +354 488 2050

Golf klúbbur Vestmannaeyja


Golf

Leikur herramanna og hefðarkvenna. Líka frábær leið til að eiga smá móment í fallegri náttúrunni. „Móment“ er t.d. að þræta um reglurnar við bestu vini þína.

Sími: +354 481 2363

Sundlaug Vestmannaeyja

 

Sundlaug Vestmannaeyja

Að skreppa í sund er ein íslenskasta hefðin, jafnvel íslenskari en að tala um veðrið. Sinntu skyldu þinni gagnvart landi og þjóð og dembdu þér í sund.

V/ Brimhólalaut
Sími +354 488 2400